Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
NYpost íslenskar konur í Avon Walk
12.10.2007 | 16:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alltaf pláss fyrir skemmtilegar uppákomur
12.10.2007 | 09:19
Á mánudagskvöld var Gylltu vængjunum boðið í móttöku í alræðisskrifstofuna í New York. Virðuleg og yndisleg móttaka beið okkar þar. Móttakan fór fram í The Union League Club sem er til húsa 38 East 37th Street og er á milli Park Avenue og Madiso Avenue. Við misstum að vísu að opnunarræðunni sem Magnús Gústafsson hélt þar sem við mættum aðeins of seint. Góðmennt var og mátti meðal annarra sjá Steingrím J. Sigfússon á svæðinu.
Að morgni þriðjudagsins 8. oct. vaknaði vængur snemma eins og venjulega.. leit út um gluggann og viti menn. Það var upptaka í gangi á þættinum "Good morning Amerika". Eitthvað var samt óvenjulegt því upptakan virtist vera utandyra. Vængur tvö ákvað því að fara niður og kanna málið þar sem hinir vængirnir sváfu með sína fögru og þreyttu höfuð undir væng. Viti menn... sjálf J-Lo átti að troða upp eftir 10 mínútur á 44 stræti. Að sjálfsögðu voru vængirnir allir ræstir út með það sama. Vængur eitt hljóp út á náttfötunum einum saman með myndavél í höndum. Í gang fór hin ágætasta skemmtun þar sem J-Lo söng nokkur lög og einungis voru nokkrir metrar milli J-Lo og vængjanna sem voru nánast í stúku við hlið vopnaðra öryggisvarða.
Ekki tilkynnti dísin um þungun en það á nú eflaust eftir að koma í ljós.
Síðar munum við birta nánari umfjöllun um gönguna okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndir úr göngunni okkar
8.10.2007 | 13:38
Kæru vinir og vandamenn
Farið inn í myndaalbúmið og skoðið myndirnar úr göngunni okkar. Endilega skrifið ykkur í gestabókina það er svo gaman að fá kveðju að heiman.
Í dag er okkur svo boðið í móttöku hjá Alræðisskrifstofunni hér í New York með stelpunum úr Göngum saman hópnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þreyttir vængir
7.10.2007 | 22:42
Í morgun var lagt af stað til Wellness Village kl. 5:45. Þreyttir vængir með þreytta og sára fætur. Gengið var hálft maraþon og gengið var yfir G. Washington bridge með útsýn yfir alla Manhattan. Veðrið lék við okkur og gleði og hamingja einkenndi hópinn. Hópurinn var sammála um að síðasta mílan hafi verið eins og 18 km. Markið var stöðugt eins og lítill depill í fjarðlægð. Avon samtökin hafa örugglega bætt við leynimílum!
Nú fara þreyttir, sárir og hamingjusamir vængir með mörgæsagang út að borða...
Biðjum að heilsa í bili..
Gylltir vængir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagur tvö
7.10.2007 | 09:46
Dagurinn í gær var frábær, þrátt fyrir ýmis meiðsl. Látum heyra í okkur betur í dag.
Gylltir vængjir kveðja í bili með sára fætur.
Takk fyrir góðar kveðjur.
Skoðið nýjar myndir hér að neðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
New York New York hver elskar ekki þessa borg :-)
6.10.2007 | 09:37
Þá er stóra stundin runnin upp. Við vöknuðum hér kl. 4:30 endurnærðar eftir svefninn en misupplagðar til að vakna svona snemma . Við erum búnar að fara að öllum þeim ráðum sem við fengum að heiman, júgursmyrsl, púður, sólarvörn, plástrar og nefnið það bara. Við myndum sóma okkur vel á vaxmyndasafni.
Ganga hefst frá bryggju nr. 84 sem er hérna nálægt og við förum í leigubíl þangað og borðum morgunmat þar.
Gengið verður um Manhattan í dag og þaðan út í Brooklyn. Við látum heyra betur í okkur og ætlum að reyna setja inn myndir í lok dags.
Við kveðjum í bili og fljúgum á okkar Gylltu vængjum inn í þessa stórkostlegu borg sem er um það bil að vakna til lífsins.
Golden Wings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagurinn er runninn upp
4.10.2007 | 16:34
Við erum komnar út á flugvöll og erum á leiðinni til New York.
Það eru 2 dagar til stefnu, við göngum á laugardaginn og sunnudaginn.
Við reynum að skrifa eitthvað frá New York og og leyfa ykkur að fylgjast með okkur.
Vængirnir
P.S. Vængur eitt náði að koma frá Afríku til að komst til Ameríku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vængur 1 ekki komin frá Afríku.. áhyggjurnar aukast :-(
2.10.2007 | 19:57
Nú erum við á síðustu metrunum.. ekki á morgun heldur hinn. Allt klárt, miðar, hótel, fatnaður en Vængur 1 er ekki kominn heim frá Afríku. Ég set símann ekki frá mér, vonast eftir símtali.
Annars er mikill hugur í okkur öllum. Við hlökkum til að takast á við gönguna og njóta þess að ganga um New York án þess að vera að versla þar og upplifa borgina á þennan hátt jafnframt því að vita að við erum að láta gott af okkur leiða.
Ég hitti einn vinnufélaga minn í gær og talið barst að baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Honum varð að orði "ég styð þessa baráttu af heilum hug, ég vil sko hafa brjóstin í lagi". Hann meinti hvert einasta orð. Þetta var eiginlega svolítið sætt.
Vængur 2 kveður í bili og flýgur inn í nóttina.
Bloggar | Breytt 3.10.2007 kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gallinn kominn..
2.10.2007 | 15:42
Kveðja V5.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4 dagar til stefnu :O)
2.10.2007 | 11:04
Erum farnar að finna fyrir spenningi fyrir ferðinni okkar. 4 dagar í gönguna miklu og bara 2 dagar þangað til við förum til New York. Spáin lítur vel út þannig að allt er þetta að smella saman. Við teljum að við séum komnar í alveg þokkalegt form enda allt 300 km ganga að baki. Erum búnar að fara í apótekið og kaupa þær birgðir sem okkur var bent á að gott væri að taka með. S.S plástra, hitakrem, vaselín, silkisokka og ýmislegt fleira. Vængur (4)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)