Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Good things come to those who walk :-)
29.9.2007 | 19:48
Á síðu Avon er sagt "Good things come to those who walk". Þetta er svo sannarlega rétt fullyrðing. Síðan við ákváðum að vera með í þessari göngu hefur allt gengið stórkostlega. Fólk og fyrirtæki hafa tekið okkur ótrúlega vel og við finnum þvílíkan meðbyr undir gylltu vængina okkar. Í dag var það svo að við hittum fyrst stelpurnar í Göngum saman hópnum. Já og enn upplifum við að þessi fullyrðing er svo sannarlega rétt. Það var yndislegt að hitta stelpurnar, þær tóku okkur svo vel og það var frábært að finna hlýjuna í garð okkar Gylltu vængjana. Takk stelpur fyrir yndislegan dag. Vá og kröftugur er þjálfarinn þeirra það er sko ekkert slór þar.
Vængur 2 yfir og út.
p.s.
og aðeins til að monnast! Þá höfum við fengið boð frá Alræðisskrifstofunnni í New York með Göngum saman hópnum, til viðurkenningar á þátttöku okkar í göngunni.
Bloggar | Breytt 30.9.2007 kl. 05:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Greinar úr fréttablaðinu um brjóstakrabbamein á vefnum okkar.
28.9.2007 | 15:05
Fréttablaðið er að birta greinar þessa dagana í tilefni brjóstakrabbameinsdeginum hinn 22. október, þar rita ellefu krabbameinslæknar stuttar greinar um sjúkdóminn.
Á síðunni málefnið má lesa afrit af þessum greinum.
http://golfborgir.is/NYganga/malefnid.php
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10 dagar til stefnu
26.9.2007 | 11:56
Nú eru aðeins 10 dagar í stóra daginn þegar maður ætlar að henda sér í 42 km gönguna og 21 km daginn eftir . Æfingar hafa gengið vel en það hefði verið ágætt að byrja fyrr þar sem ýmis álagsmeiðsli hafa komið fram hjá hópmeðlimum. Allar erum við þó ákveðnar í því að fara þetta a.m.k á hörkunni!. Æfing í kvöld áætlað að ganga 2 klst.
garpur (4) og garpur (5)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Göngum saman hópurinn
25.9.2007 | 16:03
Í gær birti Kastljós umfjöllun um "gongumsaman" hópinn. Það er hreint ótrúlegt hvað þær eru duglegar. Við sendum þeim okkar bestu baráttukveðjur.
Skoðið hlekkinn hér að neðan
http://golfborgir.is/NYganga/malefnid.php
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4355262
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Prófa skóna
24.9.2007 | 18:23
Bloggar | Breytt 25.9.2007 kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)