Starfsfólk Icelandair Group gengur til góðs - Fimmvörðuháls 2008
20.8.2008 | 15:32
Forsaga þessarar göngu er sú að fimm konur frá Icelandair Group þær Ásdís Ásgeirsdóttir, Lena Magnúsdóttir, Sigríður Hrönn Helgadóttir, Svana Kr. Sigurjonsdottir og Svava Hjartardóttir gengu í Avon göngunni í NY 4. - 6. október 2007. Hópurinn kallaði sig "Golden Wings" sem var tilvísun í gylltu vængina í logoi Icelandair Group.
Þar voru gengnir samtals 63 km á tveimur dögum, 43 km á laugardeginum og 20 km á sunnudeginum. Veðrið var frábært þó heitt væri. Hitinn fór yfir 30° stig. Gengið var yfir þrjár brýr; Manhattan Bridge, Brooklyn Bridge og George Washington Bridge.
Hver kona greiddi 1.800 dollara þátttökugjald og samtals færðu þær Avon 9.000 dollara í baráttuna gegn brjóstakrabbameini, en það eru rúmlega 600.000.- ísl. krónur. Umfram það náðu þær að safna rúmlega 160.000.- sem færðar voru Krabbameinsfélaginu.
"Golden Wings" blésu svo aftur til sóknar og nú skyldi gengið til góðs á Íslandi. Kristín Björnsdóttir, Elín Erlingsdóttir og Halldóra Katla Guðmundsdóttir fengu gyllta vængi þegar þær bættust við í undirbúningsnefndina.
Göngudagurinn var ákveðinn 16. ágúst og Fimmvörðuháls varð fyrir valinu. Allir innan Icelandair Group voru hvattir til að taka þátt. Þátttökugjaldið var 10.000.- á mann/fjölskyldu og greiddu göngugarpar beint inn á reikning Krabbameinsfélagsins.
Það bættist heldur betur í hópinn því það voru tæplega sjötíu glaðbeittir göngugarpar víðsvegar að úr fyrirtækinu sem lögðu af stað í frekar döpru veðri frá aðalstöðvum Icelandair Group. Því miður heltust nokkrir úr lestinni vegna veikinda. Þegar komið var á Hellisheiðina var bæði rigning, rok og þoka. Áfram var samt haldið. Þegar komið var austur að Skógum var komið ljómandi gott veður. Sólskin og smá vindur í bakið. Hópurinn skiptist upp í tvo hluta. Annars vegar þeir sem gengu frá Skógum og hins vegar þeir sem létu ferja sig áleiðis upp í fjall og byrjuðu gönguna þar. Fararstjórarnir Inga Dagmar Karlsdóttir og Róbert Haraldsson gengu með hópnum frá Skógum en Gestur Kristjánsson gekk með þeim sem byrjuðu gönguna ofar í fjallinu.
Í upphafi ferðar fékk göngufólk afhentar bleikar derhúfur sem einkenndu gönguna. Mátti sjá bleikar húfur á kollum göngumanna á víð og dreif á gönguleiðinni. Gönguveðrið var eins og best var á kosið og var hópurinn kominn niður í Bása kl. hálf sjö.
Einn snillingurinn í hópnum var með "ipod" með sér og þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum gegn Dönum var hann með lýsingu í beinni í rúmlega 900 metra hæð. Þegar jöfnunarmarkið kom braust út samhljóma fögnuður á meðal göngugarpanna sem barst út í auðnina.
Áfram hélt verðið að leika við hópinn og kom í ljós eftir samtal við skálaverði í Básum að þetta var önnur helgin í sumar sem var þurr. Það var svo í blíðskaparveðri sem fólk vaknaði í Mörkinni.
Með þessu átaki náðist að safna tæplega hálfri miljón sem renna á til kaupa á stafrænum röntgenbúnaði sem fengið hefur nafnið "Björg" og getur greint krabbamein í brjóstum á frumstigi.
Gangan heppnaðist í alla staði mjög vel og var ákveðið að halda áfram að ári og ganga til góðs og þá aðra gönguleið.
Styrktaraðilar göngunnar voru eftirfarandi:
Fjárvakur
Hvíta Örkin
Icelandair Group
Icelandair
Loftleiðir Icelandic
Eru þeim færðar bestu þakkir frá Golden Wings.
Nöfn göngugarpanna | ||
Aðalheiður Halldórsdóttir | Icelandair | Hópadeild |
Aldís Gunnarsdóttir | Icelandair | Ferðaþjónusta Starfsmanna |
Anna Gréta Möller | Fjárvakur | Viðskiptabókhald |
Ágúst Sigurjónsson | Icelandair | Flugdeild |
Bergný Jóna Sævarsdóttir | ||
Björn Bragi Björnsson | icelandair | Flugmenn |
Davíð Gunnarsson | Icelandair | ITS |
Eiður Örn Gylfason | Icelandair | Flugdeild |
Elín Erlingsdóttir | Icelandair | HR |
Erla Ágústsdóttir | Iceland Travel | N-Evrópa |
Erna Ingólfsdóttir | Icelandair | Söluskrifstofa |
Gerður Jóelsdóttir | Fjárvakur | Þjónustudeild |
Guðrún Björk Birgisdóttir | Icelandair | Fjarsala |
Guðrún Georgsdóttir | Icelandair | Flugdeild |
Gunnhildur Arnars | Icelandair | Flugdeild |
Gunnhildur Guðjónsdóttir | Iceland Travel | N-Evrópa |
Gunnur Kristín Gunnarsdóttir | Icelandair | Flugdeild |
Gwen Cordray | ||
Hafliði Pétursson | ||
Halldóra Katla Guðmundsdóttir | Fjárvakur | Yfirstjórn |
Helga Árnadóttir | Icelandair | Viðskiptasöludeild |
Hilmar Þór Björnsson | ||
Hulda Björk Halldórsdóttir | ||
Ingibjörg María Gorozpe | Fjárvakur | Sölubókhald |
Ingibjörg Óskarsdóttir | ||
Ingibjörg Sigurðardóttir | Loftleiðir Icelandic | |
Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir | ||
Íris Anna Groeneweg | Icelandair | Flugdeild |
Jenný Þorsteinsdóttir | Icelandair | Flugdeild |
Jóhann Ó. Ingvason | ||
Jóhanna Magnúsdóttir | ||
Jón Sigurðsson | ||
Jón Vilhjálmsson | IGS | IGS |
Jónas Ingi Ketilsson | ||
Kristinn Jóhannsson | ||
Kristín Björnsdóttir | Icelandair | Starfsmannaþjónusta |
Kristín Hafsteinsdóttir | ||
Kristjana Vignisdóttir | ||
Lena Magnúsdóttir | Loftleiðir Icelandic | |
Magnús Ingi Stefánsson | ||
Magnús Kr. Ingason | Fjárvakur | Yfirstjórn |
Pétur Hafliðason | Icelandair | Flugdeild |
Rafal Modzelewski | ||
Rafn Oddsson | ||
Rakel Rós Ólafsdóttir | Iceland Travel | N-Evrópa |
Rannveig Bjarnadóttir | ||
Richard Hansen | Icelandair | ITS |
Sara Lind Guðmundsdóttir | ITS | ITS |
Sara Þórunn Óladóttir | ||
Sigríður Björnsdóttir | Icelandair | Flugdeild |
Sigríður Brynjúlfsdóttir | Icelandair | Söluskrifstofa |
Sigríður Hrönn Helgadóttir | Icelandair | Flugdeild |
Sigríður Rósa Magnúsdóttir | ||
Sigríður S. Helgadóttir | Icelandair | Fjarsala |
Sindri Gunnarsson | ||
Soffía Helga Magnúsdóttir | ||
Svanhildur Sigurðardóttir | Icelandair | Flight Operations |
Svava Björk Benediktsdóttir | Fjárvakur | |
Sölvi Þórðarson | Icelandair | Flugmenn |
Tryggvi Agnarsson | ||
Unnur Kristín Ragnarsdóttir | Fjárvakur | Sölubókhald |
Víðir Álfgeir Sigurðarson | Fjárvakur | Yfirstjórn |
Nöfn þeirra sem komust ekki í gönguna en styrktu hana: | ||
Arnar Þór Guðmundsson | Icelandair | Flugdeild |
Inga Lára, Hilmar Baldursson | Icelandair | Flugdeild |
Minna Hartvigsdóttir | Icelandair | Flugdeild |
Ólafur Ragnar Ólafsson | Icelandair | Flugdeild |
Stephanie Annie Michelle Smith | Icelandair | Icelandair |
Jóhann Úlfarsson | Icelandair Group | Icelandair Group |
Athugasemdir
Takk fyrir að fá að ganga með þessum frábæra hóp, allt tókst frábærlega og veðrið sérlega vel ,,pantað" ..
Jóhanna
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.8.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.