Það er alltaf pláss fyrir skemmtilegar uppákomur

 Á mánudagskvöld var Gylltu vængjunum boðið í móttöku í alræðisskrifstofuna í New York.  Virðuleg og yndisleg móttaka beið okkar þar.  Móttakan fór fram í The Union League Club sem er til húsa 38 East 37th Street og er á milli Park Avenue og Madiso Avenue.   Við misstum að vísu að opnunarræðunni sem Magnús Gústafsson hélt þar sem við mættum aðeins of seintWoundering.  Góðmennt var og mátti meðal annarra sjá Steingrím J. Sigfússon á svæðinu.

Að morgni þriðjudagsins 8. oct. vaknaði vængur snemma eins og venjulega.. leit út um gluggann og viti menn.  Það var upptaka í gangi á þættinum "Good morning Amerika". Eitthvað var samt óvenjulegt því upptakan virtist vera utandyra.  Vængur tvö ákvað því að fara niður og kanna málið þar sem hinir vængirnir sváfu með sína fögru og þreyttu höfuð undir væng.  Viti menn... sjálf J-Lo átti að troða upp eftir 10 mínútur á 44 stræti.  Að sjálfsögðu voru vængirnir allir ræstir út með það sama.  Vængur eitt hljóp út á náttfötunum einum saman með myndavél í höndum.  Í gang fór hin ágætasta skemmtun þar sem J-Lo söng nokkur lög og einungis voru nokkrir metrar milli J-Lo og vængjanna sem voru nánast í stúku við hlið vopnaðra öryggisvarða.

Ekki tilkynnti dísin um þungun en það á nú eflaust eftir að koma í ljós.

Síðar munum við birta nánari umfjöllun um gönguna okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband