Vængur 1 ekki komin frá Afríku.. áhyggjurnar aukast :-(
2.10.2007 | 19:57
Nú erum við á síðustu metrunum.. ekki á morgun heldur hinn. Allt klárt, miðar, hótel, fatnaður en Vængur 1 er ekki kominn heim frá Afríku. Ég set símann ekki frá mér, vonast eftir símtali.
Annars er mikill hugur í okkur öllum. Við hlökkum til að takast á við gönguna og njóta þess að ganga um New York án þess að vera að versla þar og upplifa borgina á þennan hátt jafnframt því að vita að við erum að láta gott af okkur leiða.
Ég hitti einn vinnufélaga minn í gær og talið barst að baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Honum varð að orði "ég styð þessa baráttu af heilum hug, ég vil sko hafa brjóstin í lagi". Hann meinti hvert einasta orð. Þetta var eiginlega svolítið sætt.
Vængur 2 kveður í bili og flýgur inn í nóttina.
Athugasemdir
Vonandi skilur vængurinn sér, betra að fljúga á þeim öllum! Fylgist með ykkur.
kveðja,
Jóga
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.10.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.