Good things come to those who walk :-)

Á síðu Avon er sagt "Good things come to those who walk".  Þetta er svo sannarlega rétt fullyrðing.  Síðan við ákváðum að vera með í þessari göngu hefur allt gengið stórkostlega.  Fólk og fyrirtæki hafa tekið okkur ótrúlega vel og við finnum þvílíkan meðbyr undir gylltu vængina okkar.  Í dag var það svo að við hittum fyrst stelpurnar í Göngum saman hópnum.  Já og enn upplifum við að þessi fullyrðing er svo sannarlega rétt.  Það var yndislegt að hitta stelpurnar, þær tóku okkur svo vel og það var frábært að finna hlýjuna í garð okkar Gylltu vængjana.  Takk stelpur fyrir yndislegan dag.  Vá og kröftugur er þjálfarinn þeirra Shocking það er sko ekkert slór þar.

Vængur 2 yfir og út.

p.s.

og aðeins til að monnast! Þá höfum við fengið boð frá Alræðisskrifstofunnni í New York með Göngum saman hópnum, til viðurkenningar á þátttöku okkar í göngunni.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Golden Wings

Þetta var góður dagur, og gaman að hitta stelpurnar í Göngum saman.  Við fengum mörg góð ráð varðandi gönguna í New York og teljum okkur vera tilbúnar í slaginn.  Bestu kveðjur,  Vængur (4)

Golden Wings, 1.10.2007 kl. 08:37

2 Smámynd: Golden Wings

Vængur 5 þakkar sömuleiðis fyrir frábæran dag! 5 dagar til stefnu og allir eru klárir í slaginn
Kv. Vængur 5.

Golden Wings, 1.10.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband