Færsluflokkur: Bloggar

4 dagar til stefnu :O)

Erum farnar að finna fyrir spenningi fyrir ferðinni okkar.  4 dagar í gönguna miklu og bara 2 dagar þangað til við förum til New York.  Spáin lítur vel út þannig að allt er þetta að smella saman.  Við teljum að við séum komnar í alveg þokkalegt form enda allt 300 km ganga að baki.  Erum búnar að fara í apótekið og kaupa þær birgðir sem okkur var bent á að gott væri að taka með.  S.S plástra, hitakrem, vaselín, silkisokka og ýmislegt fleira.   Vængur (4)


Spáir vel í New York

http://www.weather.com/outlook/travel/businesstraveler/tenday/USNY0996?from=search_10day

Vængur (4)


Góður göngudagur í rigningu og roki á laugardaginn

Við lögðum af stað um hádegi á laugardaginn til að hitta "Göngum saman" í Laugardalnum. Það var mjög gamna að hitta þær og fá góð ráð þar sem þær höfðu hitt NYC fara frá í fyrra nokkrum dögum áður og fengið hjá þeim ýmisar ráðleggingar.  Við gengum niður Elliðaárdalinn í sæmilegu veðri en á leiðinn upp eftir  aftur fengum við íslenska rokið í fangið og rigningu í kaupbæti. Það voru þreyttir og bautir fætur sem gengu síðasta spölinn upp brekkuna eftir 3 tíma göngu.

Vængur 3


Elliðavatn

Á sunnudeginum fórum við nokkrar og gengum hringinn í kringum Elliðavatn.  Það  tók okkur ca 2 klst.  Veðrið var yndislegt.   Erum alveg staðráðnar í því að halda göngum okkar áfram þegar heim er komið frá New York. kveðja Vængur (4)


Good things come to those who walk :-)

Á síðu Avon er sagt "Good things come to those who walk".  Þetta er svo sannarlega rétt fullyrðing.  Síðan við ákváðum að vera með í þessari göngu hefur allt gengið stórkostlega.  Fólk og fyrirtæki hafa tekið okkur ótrúlega vel og við finnum þvílíkan meðbyr undir gylltu vængina okkar.  Í dag var það svo að við hittum fyrst stelpurnar í Göngum saman hópnum.  Já og enn upplifum við að þessi fullyrðing er svo sannarlega rétt.  Það var yndislegt að hitta stelpurnar, þær tóku okkur svo vel og það var frábært að finna hlýjuna í garð okkar Gylltu vængjana.  Takk stelpur fyrir yndislegan dag.  Vá og kröftugur er þjálfarinn þeirra Shocking það er sko ekkert slór þar.

Vængur 2 yfir og út.

p.s.

og aðeins til að monnast! Þá höfum við fengið boð frá Alræðisskrifstofunnni í New York með Göngum saman hópnum, til viðurkenningar á þátttöku okkar í göngunni.Grin


Greinar úr fréttablaðinu um brjóstakrabbamein á vefnum okkar.

Fréttablaðið er að birta greinar þessa dagana í tilefni brjóstakrabbameinsdeginum hinn 22. október, þar rita ellefu krabbameinslæknar stuttar greinar um sjúkdóminn.

Á síðunni málefnið má lesa afrit af þessum greinum.

http://golfborgir.is/NYganga/malefnid.php


10 dagar til stefnu

Nú eru aðeins 10 dagar í stóra daginn þegar maður ætlar að henda sér í 42 km gönguna og 21 km daginn eftir Whistling.  Æfingar hafa gengið vel en það hefði verið ágætt að byrja fyrr þar sem ýmis álagsmeiðsli hafa komið fram hjá hópmeðlimum.  Allar erum við þó ákveðnar í því að fara þetta a.m.k á hörkunni!.  Æfing í kvöld áætlað að ganga 2 klst.
garpur (4) og garpur (5)


Göngum saman hópurinn

Í gær birti Kastljós umfjöllun um "gongumsaman" hópinn.  Það er hreint ótrúlegt hvað þær eru duglegar.  Við sendum þeim okkar bestu baráttukveðjur.Smile

Skoðið hlekkinn hér að neðan

http://golfborgir.is/NYganga/malefnid.php

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4355262


Prófa skóna

Í gær var farið í prufugöngu um Garðabæ og Hafnarfjörð í ekta haustveðri. Gengnir voru um það bil 17 km. Allt gekk vel.. komum heim veðurbarðar með rauð nef eins og "Rudolf the Reindeer"... 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband