Færsluflokkur: Bloggar

Starfsfólk Icelandair Group gengur til góðs - Fimmvörðuháls 2008

Forsaga þessarar göngu er sú að fimm konur frá Icelandair Group þær Ásdís Ásgeirsdóttir, Lena Magnúsdóttir, Sigríður Hrönn Helgadóttir, Svana Kr. Sigurjonsdottir og Svava Hjartardóttir gengu í Avon göngunni í NY 4. - 6. október 2007. Hópurinn kallaði sig "Golden Wings" sem var tilvísun í gylltu vængina í logoi Icelandair Group.

Þar voru gengnir samtals 63 km á tveimur dögum, 43 km á laugardeginum og 20 km á sunnudeginum. Veðrið var frábært þó heitt væri. Hitinn fór yfir 30° stig. Gengið var yfir þrjár brýr; Manhattan Bridge, Brooklyn Bridge og George Washington Bridge.

Hver kona greiddi 1.800 dollara þátttökugjald og samtals færðu þær Avon 9.000 dollara í baráttuna gegn brjóstakrabbameini, en það eru rúmlega 600.000.- ísl. krónur. Umfram það náðu þær að safna rúmlega 160.000.- sem færðar voru Krabbameinsfélaginu.

"Golden Wings" blésu svo aftur til sóknar og nú skyldi gengið til góðs á Íslandi. Kristín Björnsdóttir, Elín Erlingsdóttir og Halldóra Katla Guðmundsdóttir fengu gyllta vængi þegar þær bættust við í undirbúningsnefndina.

Göngudagurinn var ákveðinn 16. ágúst og Fimmvörðuháls varð fyrir valinu. Allir innan Icelandair Group voru hvattir til að taka þátt. Þátttökugjaldið var 10.000.- á mann/fjölskyldu og greiddu göngugarpar beint inn á reikning Krabbameinsfélagsins.

Það bættist heldur betur í hópinn því það voru tæplega sjötíu glaðbeittir göngugarpar víðsvegar að úr fyrirtækinu sem lögðu af stað í frekar döpru veðri frá aðalstöðvum Icelandair Group. Því miður heltust nokkrir úr lestinni vegna veikinda. Þegar komið var á Hellisheiðina var bæði rigning, rok og þoka. Áfram var samt haldið. Þegar komið var austur að Skógum var komið ljómandi gott veður. Sólskin og smá vindur í bakið. Hópurinn skiptist upp í tvo hluta. Annars vegar þeir sem gengu frá Skógum og hins vegar þeir sem létu ferja sig áleiðis upp í fjall og byrjuðu gönguna þar. Fararstjórarnir Inga Dagmar Karlsdóttir og Róbert Haraldsson gengu með hópnum frá Skógum en Gestur Kristjánsson gekk með þeim sem byrjuðu gönguna ofar í fjallinu.

Í upphafi ferðar fékk göngufólk afhentar bleikar derhúfur sem einkenndu gönguna. Mátti sjá bleikar húfur á kollum göngumanna á víð og dreif á gönguleiðinni. Gönguveðrið var eins og best var á kosið og var hópurinn kominn niður í Bása kl. hálf sjö.

Einn snillingurinn í hópnum var með "ipod" með sér og þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum gegn Dönum var hann með lýsingu í beinni í rúmlega 900 metra hæð. Þegar jöfnunarmarkið kom braust út samhljóma fögnuður á meðal göngugarpanna sem barst út í auðnina.

Áfram hélt verðið að leika við hópinn og kom í ljós eftir samtal við skálaverði í Básum að þetta var önnur helgin í sumar sem var þurr. Það var svo í blíðskaparveðri sem fólk vaknaði í Mörkinni.

Með þessu átaki náðist að safna tæplega hálfri miljón sem renna á til kaupa á stafrænum röntgenbúnaði sem fengið hefur nafnið "Björg" og getur greint krabbamein í brjóstum á frumstigi.

Gangan heppnaðist í alla staði mjög vel og var ákveðið að halda áfram að ári og ganga til góðs og þá aðra gönguleið.

Styrktaraðilar göngunnar voru eftirfarandi:
Fjárvakur
Hvíta Örkin
Icelandair Group
Icelandair
Loftleiðir Icelandic

Eru þeim færðar bestu þakkir frá Golden Wings.

IMG_0342-1

16-17ag2008_004

 

Nöfn göngugarpanna

  
Aðalheiður HalldórsdóttirIcelandairHópadeild 
Aldís Gunnarsdóttir IcelandairFerðaþjónusta Starfsmanna
Anna Gréta MöllerFjárvakurViðskiptabókhald
Ágúst SigurjónssonIcelandairFlugdeild
Bergný Jóna Sævarsdóttir  
Björn Bragi BjörnssonicelandairFlugmenn
Davíð GunnarssonIcelandairITS
Eiður Örn GylfasonIcelandairFlugdeild
Elín ErlingsdóttirIcelandairHR
Erla ÁgústsdóttirIceland TravelN-Evrópa
Erna IngólfsdóttirIcelandairSöluskrifstofa
Gerður JóelsdóttirFjárvakurÞjónustudeild
Guðrún Björk BirgisdóttirIcelandairFjarsala
Guðrún GeorgsdóttirIcelandairFlugdeild
Gunnhildur ArnarsIcelandairFlugdeild
Gunnhildur GuðjónsdóttirIceland TravelN-Evrópa
Gunnur Kristín GunnarsdóttirIcelandairFlugdeild
Gwen Cordray  
Hafliði Pétursson  
Halldóra Katla GuðmundsdóttirFjárvakurYfirstjórn
Helga ÁrnadóttirIcelandairViðskiptasöludeild
Hilmar Þór Björnsson  
Hulda Björk Halldórsdóttir  
Ingibjörg María GorozpeFjárvakurSölubókhald
Ingibjörg Óskarsdóttir  
Ingibjörg SigurðardóttirLoftleiðir Icelandic 
Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir   
Íris Anna GroenewegIcelandairFlugdeild
Jenný ÞorsteinsdóttirIcelandairFlugdeild
Jóhann Ó. Ingvason  
Jóhanna Magnúsdóttir  
Jón Sigurðsson  
Jón VilhjálmssonIGSIGS
Jónas Ingi Ketilsson  
Kristinn Jóhannsson  
Kristín BjörnsdóttirIcelandairStarfsmannaþjónusta
Kristín Hafsteinsdóttir  
Kristjana Vignisdóttir  
Lena MagnúsdóttirLoftleiðir Icelandic 
Magnús Ingi Stefánsson  
Magnús Kr. IngasonFjárvakurYfirstjórn
Pétur HafliðasonIcelandairFlugdeild
Rafal Modzelewski  
Rafn Oddsson  
Rakel Rós ÓlafsdóttirIceland TravelN-Evrópa
Rannveig Bjarnadóttir   
Richard HansenIcelandairITS
Sara Lind GuðmundsdóttirITSITS
Sara Þórunn Óladóttir  
Sigríður BjörnsdóttirIcelandairFlugdeild
Sigríður BrynjúlfsdóttirIcelandairSöluskrifstofa
Sigríður Hrönn HelgadóttirIcelandairFlugdeild
Sigríður Rósa Magnúsdóttir  
Sigríður S. HelgadóttirIcelandairFjarsala
Sindri Gunnarsson  
Soffía Helga Magnúsdóttir   
Svanhildur SigurðardóttirIcelandairFlight Operations
Svava Björk BenediktsdóttirFjárvakur 
Sölvi ÞórðarsonIcelandairFlugmenn
Tryggvi Agnarsson  
Unnur Kristín RagnarsdóttirFjárvakurSölubókhald
Víðir Álfgeir SigurðarsonFjárvakurYfirstjórn
   
   
Nöfn þeirra sem komust ekki í gönguna en styrktu hana: 
Arnar Þór GuðmundssonIcelandairFlugdeild
Inga Lára, Hilmar BaldurssonIcelandairFlugdeild
Minna HartvigsdóttirIcelandairFlugdeild
Ólafur Ragnar ÓlafssonIcelandairFlugdeild
Stephanie Annie Michelle Smith IcelandairIcelandair
Jóhann ÚlfarssonIcelandair GroupIcelandair Group

NYpost íslenskar konur í Avon Walk

Skoðið linkinn

http://www.nypost.com/seven/10072007/news/regionalnews/foot_ing__cancer_bill.htm


Það er alltaf pláss fyrir skemmtilegar uppákomur

 Á mánudagskvöld var Gylltu vængjunum boðið í móttöku í alræðisskrifstofuna í New York.  Virðuleg og yndisleg móttaka beið okkar þar.  Móttakan fór fram í The Union League Club sem er til húsa 38 East 37th Street og er á milli Park Avenue og Madiso Avenue.   Við misstum að vísu að opnunarræðunni sem Magnús Gústafsson hélt þar sem við mættum aðeins of seintWoundering.  Góðmennt var og mátti meðal annarra sjá Steingrím J. Sigfússon á svæðinu.

Að morgni þriðjudagsins 8. oct. vaknaði vængur snemma eins og venjulega.. leit út um gluggann og viti menn.  Það var upptaka í gangi á þættinum "Good morning Amerika". Eitthvað var samt óvenjulegt því upptakan virtist vera utandyra.  Vængur tvö ákvað því að fara niður og kanna málið þar sem hinir vængirnir sváfu með sína fögru og þreyttu höfuð undir væng.  Viti menn... sjálf J-Lo átti að troða upp eftir 10 mínútur á 44 stræti.  Að sjálfsögðu voru vængirnir allir ræstir út með það sama.  Vængur eitt hljóp út á náttfötunum einum saman með myndavél í höndum.  Í gang fór hin ágætasta skemmtun þar sem J-Lo söng nokkur lög og einungis voru nokkrir metrar milli J-Lo og vængjanna sem voru nánast í stúku við hlið vopnaðra öryggisvarða.

Ekki tilkynnti dísin um þungun en það á nú eflaust eftir að koma í ljós.

Síðar munum við birta nánari umfjöllun um gönguna okkar.


Myndir úr göngunni okkar

Kæru vinir og vandamenn

Farið inn í myndaalbúmið og skoðið myndirnar úr göngunni okkar.  Endilega skrifið ykkur í gestabókina það er svo gaman að fá kveðju að heiman.

Í dag er okkur svo boðið í móttöku hjá Alræðisskrifstofunni hér í New York með stelpunum úr Göngum saman hópnum.

Kær kveðja from the Big AppleLoLIMG_1304


Þreyttir vængir

Í morgun var lagt af stað til Wellness Village kl. 5:45.  Þreyttir vængir með þreytta og sára fætur.  Gengið var hálft maraþon og gengið var yfir G. Washington bridge með útsýn yfir alla Manhattan.  Veðrið lék við okkur og gleði og hamingja einkenndi hópinnWink.  Hópurinn var sammála um að síðasta mílan hafi verið eins og 18 km.  Markið var stöðugt eins og lítill depill í fjarðlægð.  Avon samtökin hafa örugglega bætt við leynimílum!

Nú fara þreyttir, sárir og hamingjusamir vængir með mörgæsagang út að borða...

Biðjum að heilsa í bili..

Gylltir vængir


Dagur tvö

New York fyrsti dagurDagurinn í gær var frábær, þrátt fyrir ýmis meiðsl.  Látum heyra í okkur betur í dag.

Gylltir vængjir kveðja í bili með sára fætur.

Takk fyrir góðar kveðjur.

Skoðið nýjar myndir hér að neðan.


New York New York hver elskar ekki þessa borg :-)

Þá er stóra stundin runnin upp.  Við vöknuðum hér kl. 4:30 endurnærðar eftir svefninn en misupplagðar til að vakna svona snemmaSleeping . Við erum búnar að fara að öllum þeim ráðum sem við fengum að heiman, júgursmyrsl, púður, sólarvörn, plástrar og nefnið það bara.  Við myndum sóma okkur vel á vaxmyndasafni. 

Ganga hefst frá bryggju nr. 84 sem er hérna nálægt og við förum í leigubíl þangað og borðum morgunmat þar.

Gengið verður um Manhattan í dag og þaðan út í Brooklyn.  Við látum heyra betur í okkur og ætlum að reyna setja inn myndir í lok dags.

Við kveðjum í bili og fljúgum á okkar Gylltu vængjum inn í þessa stórkostlegu borg sem er um það bil að vakna til lífsins.

Golden Wings


Dagurinn er runninn upp

Við erum komnar út á flugvöll og erum á leiðinni til New York.

Það eru 2 dagar til stefnu, við göngum á laugardaginn og sunnudaginn.

Við reynum að skrifa eitthvað frá New York og og leyfa ykkur að fylgjast með okkur.

Vængirnir

P.S. Vængur eitt náði að koma frá Afríku til að komst til Ameríku


Vængur 1 ekki komin frá Afríku.. áhyggjurnar aukast :-(

web wings copy6Nú erum við á síðustu metrunum.. ekki á morgun heldur hinn.  Allt klárt, miðar, hótel, fatnaður en Vængur 1 er ekki kominn heim frá Afríku.  Ég set símann ekki frá mér, vonast eftir símtaliErrm.

Annars er mikill hugur í okkur öllum.  Við hlökkum til að takast á við gönguna og njóta þess að ganga um New York án þess að vera að versla þarWink og upplifa borgina á þennan hátt jafnframt því að vita að við erum að láta gott af okkur leiða.

Ég hitti einn vinnufélaga minn í gær og talið barst að baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Honum varð að orði "ég styð þessa baráttu af heilum hug, ég vil sko hafa brjóstin í lagi".  Hann meinti hvert einasta orð.  Þetta var eiginlega svolítið sættGrin.

Vængur 2 kveður í bili og flýgur inn í nóttinaSleeping.


Gallinn kominn..

Nú er maður aldeilis búinn að græja sig upp.. keyptum okkur hlaupabuxur og tilheyrandi. Það er ekki einleikið hvað maður er flottur í svona buxum W00t! Nú er bara að halda áfram að ganga frá sér allt vit svo að þetta hafist hjá okkur í NYC Undecided. Við verðum með tölvu í ferðinni og reynum að láta fylgjast með okkur helgina sem gangan stendur yfir svo endilega fylgist með okkur.
Kveðja V5.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband